miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Hér kemur bráðum ný færsla.

fimmtudagur, maí 08, 2008

Spáin fyrir helgina


Held barasta að sumarið sé komið! og ég inni að skrifa ritgerð :)

æ það er ekki svo slæmt, þetta er alveg að verða búið, erum líka búin að grilla nokkrum sinnum, svo ég get ekki kvartað.

kveðja
Kiddi

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Er ekki kominn tími á nýja færslu?

Kominn ansi langur tími síðan eitthvað nýtt kom hérna. Ýmislegt hefur þó gerst síðan. Var að fá fyrir sirka viku síðan prófskjalið frá HR og get því farið að kalla mig Tæknifræðing :) Í gær tók ég svo loks tvö próf frá haustönninni, munnleg próf bæði tvö og ekki létt en það hafðist þó. Þá er bara frammundan að klára þetta verkefni sem við erum að vinna að, þá verður loks lokið skólagöngu minni að sinni.

Annars var það ekkert sérstakt.

kveðja

Kiddi

mánudagur, október 08, 2007

Hjólað í skólann

Fór í skólann á laugardaginn og tók nokkrar myndir á leiðinni.


Hjólageymslan fyrir utan húsið mitt
Svona lítur Limfjordskollegíið út.Svo þarf ég að hjóla upp rosalega bratta brekku.

Hérna er ég kominn upp brekkuna, þurfti að stoppa og kasta mæðinni og taka mynd í leiðinni.

Svo hjóla ég framhjá þessari kirkju, þetta er eiginlega upp í sveit.


Presturinn á greinilega marga hesta.
Hérna er ég kominn í skólann, held að þeir geymi þessa rakettu fram að áramótunum.

Meira síðar, bestu kveðjur heim á klakann.

sunnudagur, september 23, 2007

Kominn aftur út
Nú er ég kominn aftur út til Álaborgar, skólinn byrjaður og nóg að gera. Fór á grill hjá Íslendingafélaginu í gær, hitti nýja íslendinga, fékk gott að borða og skemmti mér vel.

meira síðar ...

fimmtudagur, júní 07, 2007

Fimm próf eftir

Var í munnlegu prófi í gær, sem ég náði. Þá eru heil fimm próf eftir þar til þessi önn er búin. Á morgun er skriflegt próf, og síðasta prófið, sem er aðalprófið, er 25. júní.

Nú er ég búinn að panta far heim. Ég lendi í Keflavík föstudaginn 29. júní kl. 14:05, að staðartíma.

fimmtudagur, maí 31, 2007

Karnival og próf

Þið hefðuð átt að vera hérna síðasta laugardag. Stærsta Karnival á Norðurlöndunum var haldið hérna í Álaborg, vel yfir 20. þús manns tóku þátt. Skrúðgangan byrjar víða um bæinn snemma um morguninn og sameinast í miðbænum um hádegisbil. Stemmningin var ótrúlega góð, frábært veður og allir voru að skemmta sér hið besta. En auminginn ég var með hálsbólgu og kvef og þurfti að skrifa skýrslu og varð þess vegna að horfa á frá hliðarlínunni. Ég tók mér þó smá frí og kíkti á herlegheitin og smellti af nokkrum myndum, þær eru að finna á picasa síðunni minni.

Nú er stutt í að prófin hefjist en það fyrsta byrjar 5 júní, en svo er ég ekki búinn fyrr en 25. en þá er vörnin fyrir verkefnið. Við kláruðum loksins skýrsluna í gær og skáluðum í kampvíni í tilefni dagsins. En þá er bara að byrja að lesa.

Svo átti Hrafnhildur Ýr afmæli í gær. Til Hamingju með það Hrafnhildur mín, og kærar kveðjur heim.